Jökulsárgljúfur
Dettifoss og Ásbyrgi og allt þar á milli

Eftir Sigrún Helgadóttir

Sérstakt kort af landsvæðinu og gönguleiðum fylgir bókinni
Fyrsta bókin í ritröð sem ber nafnið Friðlýst svæði á Íslandi

Mjúkt band
224 bls.
13 x 21 cm, texti og litmyndir. Kort fylgir
ISBN 978 9935 10 001 6
Leiðbeinandi verð: 4490 kr.

„Í rúma öld hafa framkvæmdamenn sóst eftir að virkja orku Jökulsár til að nýta hana til iðnaðarframleiðslu. Jafn lengi hefur fólk óskað að hún renni áfram frjáls og veiti lífsorku. Fræðsla um land og náttúru miðlar þekkingu en líka skilningi, gleði og næmi sem eykur virðingu og víðsýni og vilja til náttúruverndar. Með þau háleitu markmið að fræða fólk og gleðja tók ég saman þessa bók um Jökulsá og björg hennar og gat ekki annað.“ (Úr Inngangi höfundar)

Í þessari bók er einu fegursta og sérstakasta svæði á Íslandi lýst á afar greinargóðan hátt, með hjálp fjölmargra litljósmynda og korta. Höfundurinn, Sigrún Helgadóttir, gerþekkir þetta landsvæði. Hún hefur dvalið þar langdvölum allt frá barnsaldri og fjallar um það af einstakri umhyggju og væntumþykju.

Sérstakt landakort í mælikvarðanum 1:50.000 fylgir bókinni sem sýnir annarsvegar Jökulsárgljúfur og nærsveitir þeirra en líka einstakar gönguleiðir enda er megináhersla bókarinnar lögð á lýsingu gönguleiða í gljúfrum Jökulsár. Þar má finna gönguleiðir af ýmsum gerðum, langar og stuttar og við allra hæfi . Auk leiðalýsinga er fjallað um myndun og mótun landsins í Jökulsárgljúfrum og rýnt í jarðfræði svæðisins, dýralíf og gróður. Byggð á svæðinu er jafnframt gerð skil og fólkinu sem þar kemur við sögu, ásamt sögnum og minjum.
Fjöldi ljósmyndara á myndir í bókinni, kortin vann Hans Hansen hjá Fixlanda ehf og Björg Vilhjálmsdóttir hjá BÓT ehf sá um útlit og umbrot. Prentsmiðjan Oddi prentaði

BÓKAÚTGÁFAN OPNA ehf. / SKIPHOLTI 50 B / 105 REYKJAVÍK / SÍMI 578 9080 / KT. 501207-1010 / opna@opna.is
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is